Uss það er búinn að vera skítakuldi úti undanfarna daga.
(Ja og stundum inni líka - mér finnst ofnarnir óttalega lengi að taka við sér).
En nú er rétti tíminn til að draga fram fallegt handverk sem hlýjar...
...því vettlingar, treflar og höfuðföt eru staðalbúnaður ásamt ullarsokkum og hlýjum peysum.
Og á kvöldin er notalegt að koma sér fyrir í sófahorni með prjóna og band - og reyna að ná enn einni gjöfinni fyrir jól.
Hún Áshildur hannaði og prjónaði þetta glæsilega hárband/eyrnaband sem er alveg kjörið í veðrið núna.
Hárbandið er kaðall - án jaðarlykkja - og í lokin er bandið lykkjað saman þannig að samskeyti sjást ekki.
Fura heitir það og er prjónað úr tvöföldu SuperSoft Textíl-garni í dimmgrænum lit - Clover Leaf.
Til minnis:
Uppskrift: Fura (höf. Áshildur Arnardóttir)
Textíl-garn SuperSoft ca. 20 gr
litur Clover Leaf
2 bandprjónar nr. 6
kaðlaprjónn