Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

laugardagur, 3. desember 2011

Ný garnsending...

... kom í hús í gær.       Loksins.


Það er liðinn meira en mánuður síðan ég pantaði - þannig að ég var orðin frekar langeyg eftir garni.  

Hér eru því undnar dokkur og fyllt á lagerinn meðan hlutstað er á jólalög  - en annar jólaundirbúningur settur á bið.

Í Textil-garni SuperSoft fékk ég litina Carmine (rauðan), Moorland (mosagrænan), Oxford (koksgráan), svartan og Tyrian (dökkfjólubláan).

Til þess að ná sem réttustum lit fór ég með dokkurnar út á stétt, fyrir myndatöku  - en finnst því miður litirnir ekki nógu skýrir. Græni Moorland liturinn er til dæmis óttalega gráleitur á myndinni hér fyrir ofan.

Ég fékk líka Önnugarn.

Þar komu litirnir Robins Egg (sægrænn), Cocoa (millibrúnn), Marlin (gráblár) og Denim (dökkblágrár).


En sjón er sögu ríkari.

Endilega hafið samband - þið sem voruð líka að bíða.

Ég verð heima við í dag og á morgun ef þið viljið kíkja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli