Ég fór í sumarbústað í sumar með stórfjölskyldunni. Í heila viku.
Fyrri hluta vikunnar var prýðis lestrar- og handavinnuveður ..en svo brast á með sól og 20° hita.
Ég var ágætlega undirbúin fyrir lesturinn og handavinnuna, með bókastafla og stóran kassa af mismunandi garni - ásamt prjónum og heklunálum í viðeigandi númerum.
En þar sem ég hafði alls ekki gert ráð fyrir góðu veðri hafði léttari fatnaður orðið eftir heima. Sólbaðsúthald var því takmarkað og reyndist seinni hluti vikunnar líka drjúgur til inniverka.
Sjalið á myndinni er eitt af því sem ég heklaði en það heitir Over the Willamette. Uppskriftina er hægt að kaupa á Ravelry - hræbillegt.
Sjalið er heklað úr tveimur þráðum, SuperSoft og Önnugarni, og í það fara samtals um 180 gr.
Til minnis:
Uppskrift: Over the Willamette
Textílgarn SuperSoft og Önnugarn, amk 5 bláir litir, tvinnaðir saman, samtals ca 180 gr.
heklunál nr. 4
Engin ummæli:
Skrifa ummæli