Þessa útgáfu af lopapeysunni Freyju prjónaði einn vinnufélagi minn.
Peysan sjálf er prjónuð úr lopa - en munstrið er prjónað með tvöföldu Textíl-garni.
Skemmtileg samsetning - þar sem Aubergine liturinn nýtur sín einstaklega vel með ljósgráum lopanum.
Hún Ragnheiður Eiríksdóttir á Knitting Iceland á heiðurinn af hönnuninni - en hægt er að nálgast uppskriftina frítt á netinu.
Til minnis:
Stærð S
Garn: Í aðallit er einfaldur plötulopi í ljósasta gráa litnum- uþb 200 gr og í munstur eru uþb 20-25 gr Textíl-garn í litnum Aubergine
Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4,5
Uppskrift: Freyja Ragnheiðar Eiríksdóttur á Knitting Iceland
Engin ummæli:
Skrifa ummæli