Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

sunnudagur, 13. mars 2011

Vestið Clara

Ég skoða töluvert af dönsku prjónabloggi og það var á einhverju þeirra sem ég rakst fyrst á þetta vesti sem heitir Clara. (Reyndar held ég að allflestir Danir sem prjóna á annað borð hafi prjónað vestið.)

Mér fannst vestið ferlega flott - sérstaklega berustykkið og lagðist því í leit að uppskriftinni.

Á heimasíðu
Isager Strik er uppskriftin til sölu ásamt garni.
(Athugið þó að ekki er hægt að greiða með kreditkorti heldur þarf greiðsla að fara fram í gegnum banka.)

Á ravelry er vísað í fría uppskrift af vesti/kjól sem heitir Autumn Leaves og er með mjög áþekku munstri og er í berustykki Clöru.

Og svo rakst ég á þessa uppskrift af dúkkukjól á vefsíðu Familie Journalen. Og ég fæ ekki betur séð en að það sé nákvæmlega sama berustykki.

Svo nú er bara að finna prjóna, velja lit og fitja upp.

Til minnis:

Textíl-garn: uþb 100 gr
Litur: Carmine
Prjónar: Prjónað úr tvöföldu garni á prjóna nr. 5.

Uppskrift:
Clara (ath. þarf að panta frá Danmörku - uppskrift kostar)
eða stækkið uppskrift af dúkkukjól
eða Autumn Leaves

Ath: Í vesti fyrir þriggja ára fitja ég upp 110 lykkjur og prjóna 10 umferðir perluprjónskant. Bolur að handvegi er 23 cm.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli