Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

fimmtudagur, 21. apríl 2011

Bolero eða ermar

smellið á myndina til að stækka

Ég fór í saumaklúbb um daginn og hitti hana Gígju sem var með ótrúlega flotta útfærslu á ermum eins og við höfum verið að prjóna.

Og þó það er ekki rétt að kalla þetta útfærslu heldur er þetta algjörlega ný flík.
Og miklu frekar bolero en ermar.

En hún byrjar með því að prjóna ermar eins og venjulega - ja þær eru reyndar örlítið minni - en heklaður kragi sem getur líka snúið niður - breytir flíkinni heilmikið eins og sjá má á myndunum.

Og skoðið svo heklið framan á ermum og hvernig flíkin er ´lykkjuð´ saman með loftlykkjum.

Æðisleg flík sem Gígja var svo ljúf að leyfa mér að sýna hér ásamt uppskrift.

Til minnis

Gígju - bolero

Textíl-garn : litur Burnt Orange tæplega 3 dokkur (ca 130 gr) fyrir stærð S
Prjónar nr. 7
Heklunál nr. 4

Fitjað upp á prj. nr. 7 11o L, prjónað garðaprjón þar til stykkið mælist 46-50 cm (síddin á flíkinni). Heklaði svo uppfit og affellingu saman; 3 loftlykkjur í uppfit, krossað yfir í affellingu með fastapinna, 3LL yfir í uppfitina og svo koll af kolli. Alls í 17 cm.

Heklaði þröngar ermar framaná, einhvern veginn svona:

1. umf.: 64 fastapinnar í jaðar á erminni.

2. umf.: 3LL (fyrsti stuðull) 1 stuðull, 2LL 2st. Allt í sama fastapinnann frá 1. umf. Hoppið yfir 5 fastapinna. *2st. 2LL 2st* Endurtakið *-* út umferðina.

2. umferð er endurtekin 14 sinnum í viðbót, eða þar til ermin hefur náð æskilegri lengd.

Kragi heklaður eins og gert var framan á ermarnar, 15 umf. en aukið út með loftlykkjum á milli stuðlahópanna í 5. hverri umferð: 2st. 2LL 2st. 1LL í 4 umferðir. 2st 2LL 2 st 2 LL í 4 umferðir, og svo frv. Í 15. umferð eru loftlykkjurnar orðnar 5 á milli stuðlahópanna.

Hægt er svo að nýta ermarnar „réttar“ og á hvolfi, þá myndar kraginn einhvers konar skjuð á jakkann neðanverðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli