Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

sunnudagur, 27. febrúar 2011

Ermar...

...eru afskaplega þægilegur fatnaður.

Þær er hægt að prjóna í mismunandi útfærslum, úr ólíkum litum og öllum stærðum. Nota má Textíl-garnið hvort sem er einfalt eða tvöfalt og prjónastærðin fer dálítð eftir smekk - og hversu létt og loftkennd flíkin á að vera.

Til að gera ermarnar enn líkari peysu er hægt að prjóna framan á ermagatið og lengja þannig ermarnar (sjá mynd neðar).

Og uppskriftin ætti ekki að vefjast fyrir neinum

Til minnis

Textíl-garn: 2 dokkur (100 gr)
Litur: efri mynd: Coffee
neðri mynd: Bokhara

Prjónar
nr. 7

Aðferð
Fitjið upp 120 lykkjur með einföldu garni á prjóna nr. 7. Prjónið garðaprjón úr tveimur dokkum af Textíl-garni og fellið af (rétt áður en garnið klárast alveg).

Þá eruð þið komin með ferhyrning sem er brotinn saman í helming. Saumið saman stuttu hliðar ferhyrningsins uþb 2/3 af lengdinni - en skiljið eftir uþb 1/3 af lengdinni fyrir hendur.

Fallegur frágangur fæst með því að sauma saman uppfit og affellingu frekar en jaðra.

Ef þið viljið lengri ermar þá má taka upp 35-40 lykkjur í ermagati og prjóna fram - eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Passar fínt að nota prjóna númer 3,5 - 4.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli