Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

föstudagur, 18. júlí 2014

Oggulítil barnapeysa

Þessi litla peysa er án hneppingar og er tilvalin að prjóna sem fyrstu peysu. Hún er prjónuð fram og til baka og er saumuð saman í hliðum og undir ermum. Kanturinn framan á peysunni (og kraginn) er svo prjónaður á eftir.
Og í minnstu stærðina (stærðirnar) fara innan við 100 grömm.

Peysan er prjónuð úr tveimur þráðum af SuperSoft Textílgarni og uppskriftin heitir Ribbed Baby Jacket, úr bókinni Special Knits  eftir Debbie Bliss. 
Endilega kíkið á Ravelry til að fá meiri upplýsingar um uppskriftina eða á bókasafnið og fá bókina lánaða.

Til minnis:
Uppskrift: Ribbed Baby Jacket, úr bókinni Special Knits  e. Debbie Bliss
SuperSoft Textílgarn 100 gr  litur blágrár. Prjónað úr garninu tvöföldu.
Hringprjónar (eða tveir prjónar) nr. 4,5


fimmtudagur, 10. júlí 2014

Camomille sjal úr Önnugarni


Það er orðið dálítið langt síðan ég prjónaði Camomille-sjalið, þó svo ég hafi ekki fyrr bloggað um það.
Sjalið er einföld þríhyrna og svo er prjónuð 'jaðarblúnda' í lokin sem gerir það ótrúlega flott.

Uppskriftin er eftir Helgu Isager og er að finna í bókinni amimono sem kom út árið 2010.
Í bókinni er sjalið prjónað úr tveimur tegundum af Isager-garni en ég notaði Önnugarn frá Textílgarni ýmist einfalt eða tvöfalt. Önnugarn er ullar- og bómullarblanda þannig að sjalið er afar mjúkt viðkomu.

Ég veit að bókin var til sölu í Ömmu mús, og svo er um að gera að athuga á bókasafninu.

En fyrir ykkur sem hafið ekki aðgang að bókinni og viljið prófa ykkur áfram, þá ætla ég að benda á spennandi vefslóð með uppskrift af 'jaðarblúndu' sem heitir Belmina Lace.

Hún er kannski ekki alveg eins og Isagerjaðarinn - en kostar ekkert og býður upp á eigin útfærslu.



Til minnis:
Uppskrift: Camomille úr bókinni amimono: knit collection 2010, e. Helgu Isager
Textílgarn Önnugarn ca.120 gr   litur: Sapphire
Hringprjónn nr. 4,5

laugardagur, 5. júlí 2014

Sumarpeysan í ár


Mig hefur lengi langað til að hekla peysu. 
Og þegar ég rakst á uppskrift í vor þá lét ég verða af því. 

Ég ákvað að hekla peysuna úr tvöföldu garni, annar þráðurinn var SuperSoft í ljósgráum lit (Silver Grey) og hinn afgangur af hvítum plötulopa.   Úr varð fallega ljósgrár litur, dálítið daufur fyrir minn smekk þannig að til að skerpa aðeins á litum þá heklaði ég alla kanta í milligráum lit.

Peysan er hekluð ofanfrá og niður.  Til skiptis er hekluð ein umferð stuðlar og ein umferð fastahekl. 
Ég hafði uppskriftina meira til hliðsjónar en að ég færi nákvæmlega eftir henni. Mátaði bara og tók úr og bætti í eftir því sem þurfti. 

Þar sem ég var að nýta stakar dokkur og afganga er ég ekki alveg með magnið, sem fór í peysuna, á hreinu en tilbúin vegur hún 570 grömm.  
570 grömm með tölum altsvo. Og tölurnar eru keyptar í Litlu prjónabúðinni. 

Til minnis
Textílgarn SuperSoft ca.200-250 gr   litur: Silver Grey
Álafoss plötulopi ca. 3-400 gr í hvítu
Heklunál nr. 5,5




miðvikudagur, 2. júlí 2014

Draumarendur...

..heitir þetta sjal eða Dream Stripes og er ókeypis á Ravelry. 

Tiltölulega einfalt og skemmtilegt prjón, þó vissulega þurfi að vera vakandi í gataprjóninu.

Ég var ákaflega ófrumleg í litavali og notaði litasamsetninguna sem sýnd er í uppskriftinni, grátt og beis (Mercury og Chalk).  Ég hef séð sjalið prjónað í blárri útfærslu og eins rauðri og það eru ekki síðri samsetningar með beisaða litnum. Hann gefur svona.. ja mjúkan blæ. 

Og garnið er Samarkand, uppáhaldið mitt þessa dagana, úr 75% ull og 25% silki.

Til minnis
Uppskrift: Dream Stripes  af Ravelry
Samarkand Textílgarn, 50 gr Mercury, ca 25 gr Chalk
Hringprjónar nr. 4,5