Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

fimmtudagur, 10. júlí 2014

Camomille sjal úr Önnugarni


Það er orðið dálítið langt síðan ég prjónaði Camomille-sjalið, þó svo ég hafi ekki fyrr bloggað um það.
Sjalið er einföld þríhyrna og svo er prjónuð 'jaðarblúnda' í lokin sem gerir það ótrúlega flott.

Uppskriftin er eftir Helgu Isager og er að finna í bókinni amimono sem kom út árið 2010.
Í bókinni er sjalið prjónað úr tveimur tegundum af Isager-garni en ég notaði Önnugarn frá Textílgarni ýmist einfalt eða tvöfalt. Önnugarn er ullar- og bómullarblanda þannig að sjalið er afar mjúkt viðkomu.

Ég veit að bókin var til sölu í Ömmu mús, og svo er um að gera að athuga á bókasafninu.

En fyrir ykkur sem hafið ekki aðgang að bókinni og viljið prófa ykkur áfram, þá ætla ég að benda á spennandi vefslóð með uppskrift af 'jaðarblúndu' sem heitir Belmina Lace.

Hún er kannski ekki alveg eins og Isagerjaðarinn - en kostar ekkert og býður upp á eigin útfærslu.



Til minnis:
Uppskrift: Camomille úr bókinni amimono: knit collection 2010, e. Helgu Isager
Textílgarn Önnugarn ca.120 gr   litur: Sapphire
Hringprjónn nr. 4,5

Engin ummæli:

Skrifa ummæli