Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

laugardagur, 5. júlí 2014

Sumarpeysan í ár


Mig hefur lengi langað til að hekla peysu. 
Og þegar ég rakst á uppskrift í vor þá lét ég verða af því. 

Ég ákvað að hekla peysuna úr tvöföldu garni, annar þráðurinn var SuperSoft í ljósgráum lit (Silver Grey) og hinn afgangur af hvítum plötulopa.   Úr varð fallega ljósgrár litur, dálítið daufur fyrir minn smekk þannig að til að skerpa aðeins á litum þá heklaði ég alla kanta í milligráum lit.

Peysan er hekluð ofanfrá og niður.  Til skiptis er hekluð ein umferð stuðlar og ein umferð fastahekl. 
Ég hafði uppskriftina meira til hliðsjónar en að ég færi nákvæmlega eftir henni. Mátaði bara og tók úr og bætti í eftir því sem þurfti. 

Þar sem ég var að nýta stakar dokkur og afganga er ég ekki alveg með magnið, sem fór í peysuna, á hreinu en tilbúin vegur hún 570 grömm.  
570 grömm með tölum altsvo. Og tölurnar eru keyptar í Litlu prjónabúðinni. 

Til minnis
Textílgarn SuperSoft ca.200-250 gr   litur: Silver Grey
Álafoss plötulopi ca. 3-400 gr í hvítu
Heklunál nr. 5,5




Engin ummæli:

Skrifa ummæli