Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

föstudagur, 18. júlí 2014

Oggulítil barnapeysa

Þessi litla peysa er án hneppingar og er tilvalin að prjóna sem fyrstu peysu. Hún er prjónuð fram og til baka og er saumuð saman í hliðum og undir ermum. Kanturinn framan á peysunni (og kraginn) er svo prjónaður á eftir.
Og í minnstu stærðina (stærðirnar) fara innan við 100 grömm.

Peysan er prjónuð úr tveimur þráðum af SuperSoft Textílgarni og uppskriftin heitir Ribbed Baby Jacket, úr bókinni Special Knits  eftir Debbie Bliss. 
Endilega kíkið á Ravelry til að fá meiri upplýsingar um uppskriftina eða á bókasafnið og fá bókina lánaða.

Til minnis:
Uppskrift: Ribbed Baby Jacket, úr bókinni Special Knits  e. Debbie Bliss
SuperSoft Textílgarn 100 gr  litur blágrár. Prjónað úr garninu tvöföldu.
Hringprjónar (eða tveir prjónar) nr. 4,5


Engin ummæli:

Skrifa ummæli