Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

laugardagur, 30. október 2010

Garnið prófað

Kjóll litlu systur heitir uppskriftin af þessum kjól sem ég prjónaði um daginn.

Hann er ótrúlega fljótprjónaður en mér fannst ég rétt vera búin að fitja upp þegar hann var tilbúinn. Og í hann fóru aðeins um 50 grömm af garni.

Kosturinn við svona flík er að hún vex með barninu - er kjóll í upphafi en svo má nota hann sem vesti þegar barnið stækkar.

Fyrir strákana má svo nota sama munstur til að gera vesti/nærbol en sleppa þá útaukningu á bolnum.

Mín reynsla er að bolir og vesti úr fínu ullargarni eru mikið notuð enda létt, þægileg og afskaplega hlý
Til minnis

Kjóll litlu systur uppskrift
Prjónað úr einföldu Textíl-garni, litur Peony (bleikur)
Prjónar nr. 3
Í minnstu stærð fara uþb 50 gr.

fimmtudagur, 28. október 2010

Upplýsingar um garnið



Hér koma smá upplýsingar um garnið:

Í 50 grömmunum eru um það bil 287 metrar
Í garninu er spunaolía sem fer úr við þvott og verður garnið þá sérlega mjúkt.
Ég mæli með því að flíkin sé handþvegin upp úr volgu vatni.

Hægt er að prjóna úr garninu einföldu eða tvöföldu.

Eins og alltaf þá fer það eftir hverjum og einum hvaða prjónastærð hentar og ég mæli með því að þið prófið ykkur áfram.

Til hliðsjónar má þó segja að prjónastærð nr. 2.5, 3 eða 3.5 henti vel þegar prjónað er úr einföldu garni. Og 4.5 - 5 þegar prjónað er úr því tvöföldu.

Garnið er framleitt í mörgum litum - í byrjun ætla ég að bjóða upp á 20 liti en vondandi tekst mér þó að fjölga þeim.

Markmiðið er að halda verðinu niðri eins og hægt er - og í byrjun er garnið selt á kynningarverði.

550 krónur dokkan.

Gjafverð.

þriðjudagur, 26. október 2010

Garnið undið í dokkur

Það er að koma mynd á þetta.

Við erum búin að vinda garn í 50 gramma dokkur eða eins nálægt því og hægt er.
Ég verð reyndar að viðurkenna að ég á ekki löglega vog heldur er allt mælt á eldhúsvoginni.

En hún er ágætlega nákvæm.

Og nú eru tilbúnar dokkur í ýmsum litum- tilbúnar að freista vaskra prjónara.

sunnudagur, 17. október 2010

Loksins loksins ...

...er nýja garnið komið í hús.

Ég er búin að bíða spennt eftir því - alveg síðan ég tók ákvörðunina um að stökkva í djúpu laugina og skella mér í garninnflutning.

(Og reyna að láta áhugamálið borga sig - frekar en að vera sífellt að borga með því.
Þið vitið eins og fíklarnir sem selja til að fjármagna eigin neyslu.)

Ég fékk fyrst áhuga á þessu garni eftir að hafa séð danska prjónara dásama það á dönskum blogsíðum og svo auðvitað eftir að hafa skoðað afraksturinn á ravelry.com.

Ég varð náttúrulega að prófa.

Og pantaði mér, frá Danmörku, garn í peysu.

Já og snarféll.

Og þar sem ég var viss um að öðrum myndi líka garnið - þá hætti ég ekki fyrr en spunaverksmiðjan í Englandi var fundin ...
...ja til að gera langa sögu stutta þá er afraksturinn hér í stofunni hjá mér.

Nú þarf bara að vinda í hnykla og setja á miða og þá er allt tilbúið.