Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

sunnudagur, 17. október 2010

Loksins loksins ...

...er nýja garnið komið í hús.

Ég er búin að bíða spennt eftir því - alveg síðan ég tók ákvörðunina um að stökkva í djúpu laugina og skella mér í garninnflutning.

(Og reyna að láta áhugamálið borga sig - frekar en að vera sífellt að borga með því.
Þið vitið eins og fíklarnir sem selja til að fjármagna eigin neyslu.)

Ég fékk fyrst áhuga á þessu garni eftir að hafa séð danska prjónara dásama það á dönskum blogsíðum og svo auðvitað eftir að hafa skoðað afraksturinn á ravelry.com.

Ég varð náttúrulega að prófa.

Og pantaði mér, frá Danmörku, garn í peysu.

Já og snarféll.

Og þar sem ég var viss um að öðrum myndi líka garnið - þá hætti ég ekki fyrr en spunaverksmiðjan í Englandi var fundin ...
...ja til að gera langa sögu stutta þá er afraksturinn hér í stofunni hjá mér.

Nú þarf bara að vinda í hnykla og setja á miða og þá er allt tilbúið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli