Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

Upplýsingar um garnið

Hér koma smá upplýsingar um garnið:

Textíl-garn er yfirheitið eða vörumerkið.
Ég er með tvær gerðir í sölu - annars vegar SuperSoft og hins vegar Önnugarn.

SuperSoft er úr 100% ull frá Englandi.

Í 50 grömmunum eru um það bil 287 metrar
Í garninu er spunaolía sem fer úr við þvott og verður garnið þá sérlega mjúkt.
Ég mæli með því að flíkin sé handþvegin upp úr volgu vatni.

Hægt er að prjóna úr garninu einföldu eða tvöföldu.
Eins og alltaf þá fer það eftir hverjum og einum hvaða prjónastærð hentar og ég mæli með því að þið prófið ykkur áfram.
Til hliðsjónar má þó segja að prjónastærð nr. 2.5, 3 eða 3.5 henti vel þegar prjónað er úr einföldu garni. Og 4.5 - 5 þegar prjónað er úr því tvöföldu.

Garnið er framleitt í mörgum litum - og er ég með um 40 liti í sölu.

Markmiðið er að halda verðinu niðri eins og hægt er -  600 krónur dokkan


Önnugarn er 55% merinóull og 45% bómull og kemur frá Englandi

Önnugarnið er örlítið  fínna en SuperSoft garnið en í 50 grömum eru uþb 350 metrar.
Garnið er einstaklega mjúkt og hentar því vel í ungbarnaföt eða fyrir þá sem hafa viðkvæma húð.

Hægt er að prjóna úr garninu einföldu eða tvöföldu - og til viðmiðunar má segja að prjónastærð nr. 2.5, 3 eða 3.5 henti vel þegar prjónað er úr einföldu garni. Og 4 - 4.5 þegar prjónað er úr því tvöföldu.
Ég mæli með að flíkur úr garninu séu handþvegnar úr volgu vatni.

Garnið er framleitt í mörgum litum - en til að byrja með er ég með um 15 liti í sölu.
Verð á Önnugarni er 750 krónur dokkan.