Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

miðvikudagur, 2. júlí 2014

Draumarendur...

..heitir þetta sjal eða Dream Stripes og er ókeypis á Ravelry. 

Tiltölulega einfalt og skemmtilegt prjón, þó vissulega þurfi að vera vakandi í gataprjóninu.

Ég var ákaflega ófrumleg í litavali og notaði litasamsetninguna sem sýnd er í uppskriftinni, grátt og beis (Mercury og Chalk).  Ég hef séð sjalið prjónað í blárri útfærslu og eins rauðri og það eru ekki síðri samsetningar með beisaða litnum. Hann gefur svona.. ja mjúkan blæ. 

Og garnið er Samarkand, uppáhaldið mitt þessa dagana, úr 75% ull og 25% silki.

Til minnis
Uppskrift: Dream Stripes  af Ravelry
Samarkand Textílgarn, 50 gr Mercury, ca 25 gr Chalk
Hringprjónar nr. 4,5


Engin ummæli:

Skrifa ummæli