Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

laugardagur, 30. október 2010

Garnið prófað

Kjóll litlu systur heitir uppskriftin af þessum kjól sem ég prjónaði um daginn.

Hann er ótrúlega fljótprjónaður en mér fannst ég rétt vera búin að fitja upp þegar hann var tilbúinn. Og í hann fóru aðeins um 50 grömm af garni.

Kosturinn við svona flík er að hún vex með barninu - er kjóll í upphafi en svo má nota hann sem vesti þegar barnið stækkar.

Fyrir strákana má svo nota sama munstur til að gera vesti/nærbol en sleppa þá útaukningu á bolnum.

Mín reynsla er að bolir og vesti úr fínu ullargarni eru mikið notuð enda létt, þægileg og afskaplega hlý
Til minnis

Kjóll litlu systur uppskrift
Prjónað úr einföldu Textíl-garni, litur Peony (bleikur)
Prjónar nr. 3
Í minnstu stærð fara uþb 50 gr.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli