Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

þriðjudagur, 1. mars 2011

Kragi

Pimlico heitir uppskriftin af þessum fallega græna kraga sem hún vinkona mín prjónaði.

Uppskriftina er að finna á ravelry.com - en ravelry er prjóna- og heklusamfélag á netinu þar sem er að finna ógrynni uppskrifta og alls konar hugmynda. Já eiginlega allt sem hugurinn girnist. En vefurinn byggist á framlagi einstaklinga sem deila handavinnuáhuga.

Ég vil endilega hvetja ykkur til að skrá ykkur ef þið eruð ekki nú þegar meðlimir.
Og ekki síður benda ykkur á að nota tækifærið og skrá það sem þið eruð að vinna og hafið búið til. Því það er ótrúlega þægileg leið til að halda utan um handavinnuna sína og fríska upp á minnið hvað maður hefur gert í gegnum tíðina - rifja upp garntegundir og prjónastærðir og fleira í þeim dúr.

En aftur að kraganum

Til minnis:

Textíl-garn: 50 - 60 grömm
Litur: Larch
Prjónar: hringprjónar nr. 3,5

Uppskrift: Pimlico


Engin ummæli:

Skrifa ummæli