Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

mánudagur, 7. febrúar 2011

Treflar og treflar



Þessir hringtreflar hafa aldeilis vakið lukku.

Ég prjónaði á mig og gaf svo nokkra í jólagjafir og það sama gerðu prjónarar í kringum mig.

Hér má sjá nokkrar útfærslur, í mismunandi litum og prjónaðar af ólíkum aðilum...
...(takk stelpur fyrir að leyfa mér að sýna verkin ykkar).

Uppskriftin er eiginlega alltaf sú sama - eins og hún er sýnd í dökkgráa treflinum eða eins og hún er útfærð í þeim hvíta.

Til minnis:

Í trefilinn fara um 100 gr, það er 2 dokkur af Textil-garni
Prjónað úr tvöföldu garni á prjóna nr. 5, 6 eða 7 - (eftir smekk).

Og takið eftir hvað litirnir eru flottir.

Í þessa trefla eru notaðir litirnir hvítt (Ecru), rautt (Carmine) og grænt (Calypso).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli