Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

laugardagur, 20. nóvember 2010

Dökkgrár trefill


Í kringum mig eru alveg ótrúlegir duglegir prjónarar.

Hugmyndaríkir og drífandi - og viljugir að deila bæði uppskriftum og ráðum.

Það var einmitt hjá einum þeirra sem ég fékk hugmynd að trefli sem verður jólagjöfin hjá unglingsstelpunum í minni fjölskyldu í ár.

Uppskriftin er bæði einföld og fljótleg - og afraksturinn er þægilegur og flottur trefill sem hægt er að margvefja um hálsinn.

Til minnis:

Textíl-garn 100 gr
Litur: Oxford Grey
Hringprjónar nr.7

Ath. trefillinn er prjónaður í hring.
Stærð: trefillinn tvöfaldur er 105 cm (þvermál), hæð er 15 cm.

Fitjið upp 200 lykkjur, með tvöföldu garni, á hringprjóna nr. 7.
Prjónið eina umferð slétt prjón
Í næstu umferð er prjónað slétt og brugðið til skiptis.
Prjónið þessar umferðir til skiptis þar til trefillinn er orðin eins breiður og hann á að vera (eða garnið klárast).
Fellið laust af.
Þvoið trefilinn úr volgu vatni og sápu. Kreistið vatnið úr, frekar en vindið. Lagið trefilinn til (sléttið) og þurrkið t.d. á handklæði.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli