Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

miðvikudagur, 17. nóvember 2010

Einföld barnapeysa

Jæja ég er loksins búin.

Þetta hefur tekið alveg ógnarlangan tíma.

Ekki þó að prjóna peysuna - onei - það tók örstutta stund.

En aðgerðin - skrifa niður / búa til uppskrift - hefur tekið þvílíkan tíma. Ég þori ekki einu sinni að segja frá hve langan.

Það er nefnilega langur vegur frá minnispunktum á blaði að fullbúinni uppskrift.

Ójá.

Og svo er ég ekki einu sinni örugg á því að hafa skrifað niður uppskrift á skiljanlegu máli.
Uppskriftina er að finna í krækju hér örlítið neðar á síðunni. Og ég treysti á að þið sendið mér póst ef þið prófið að prjóna uppskriftina og rekist á eitthvað skrítið eða eitthvað sem engan veginn stenst.

(Það viðurkennist hér með að ég er ekki alveg eins hrokafull og ég var fyrir nokkrum dögum þegar ég hélt að ég myndi hrista uppskriftir fram úr erminni -hverja af annarri).

Til minnis

Uppskrift (Google Docs pdf-skjal)
Í peysuna fara 50 gr. af Textíl -garni í litunum Brunt Orange, Coffee og ljósgrænu.
Prjónar nr. 3,5 (sokkaprjónar og hringprjónar)
Prjónamerki 4 stk.

Einföld og fljótleg peysa.

2 ummæli: