Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

miðvikudagur, 24. nóvember 2010

Grænn trefill

Jólagjafaundirbúningur er í fullum gangi hjá flestum prjónurum og til verða peysur, sokkar og vettlingar fyrir bæði börn og fullorðna.
Já og húfur og treflar af öllum stærðum og gerðum.

Því það eru bókstaflega allir að prjóna.

Mig langar að sýna ykkur útfærslu af dökkgráa treflinum sem samstarfskona mín prjónaði.

Trefillinn er prjónaður úr einni dokku af einföldu Textíl-garni á hringprjóna númer 4,5.

Flottur - finnst ykkur ekki?

Til minnis:

Textíl-garn 50 gr
Litur: Larch
Hringprjónar nr. 4,5

Fitjið upp 225 lykkjur.
Prjónið fyrstu umferð (hring) slétt prjón og næstu umferð (hring) eina lykkju slétta og eina brugðna. Þessar tvær umferðir eru endurteknar að vild (eða hve lengi garn endist).
Fellið laust af.
Þvoið trefilinn úr volgu vatni og sápu. Kreistið vatnið úr, frekar en vindið. Lagið trefilinn til (sléttið) og þurrkið t.d. á handklæði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli