
Já og húfur og treflar af öllum stærðum og gerðum.
Því það eru bókstaflega allir að prjóna.
Mig langar að sýna ykkur útfærslu af dökkgráa treflinum sem samstarfskona mín prjónaði.
Trefillinn er prjónaður úr einni dokku af einföldu Textíl-garni á hringprjóna númer 4,5.
Flottur - finnst ykkur ekki?
Til minnis:
Textíl-garn 50 gr
Litur: Larch
Hringprjónar nr. 4,5
Fitjið upp 225 lykkjur.
Prjónið fyrstu umferð (hring) slétt prjón og næstu umferð (hring) eina lykkju slétta og eina brugðna. Þessar tvær umferðir eru endurteknar að vild (eða hve lengi garn endist).
Fellið laust af.
Þvoið trefilinn úr volgu vatni og sápu. Kreistið vatnið úr, frekar en vindið. Lagið trefilinn til (sléttið) og þurrkið t.d. á handklæði.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli