
Já - og í sem flestum litum til að lífga upp á annars ansi dökkan (lesist svartan) fatnað.
Í dálítinn tíma hefur mig langað til að prófa að prjóna sjal með gatamunstri. Bara eitthvað svona einfalt - þið vitið.
Munstrið sem ég valdi heitir Shetland Triangle Lace Shawl eftir Evelyn A. Clark og er úr bókinni Wrap Style. Á ravelry.com er hægt að kaupa uppskriftina og þar er líka hægt að skoða yfir 3000 útfærslur á sjalinu.
Uppskriftina get ég því miður ekki sett inn hér en í staðinn set ég inn tvær krækjur á svipuð sjöl.
Hið fyrra er eftir Evelyn A. Clark og heitir Swallowtail Shawl en hið síðara Budding Shawlette eftir Joyce (YuLian) Yu.
Svona gataprjón er alveg stórskemmtilegt þó ég viðurkenni að smá þolinmæði sé nauðsynleg í byrjun verks. En ég hvet ykkur endilega til að prófa þessar uppskriftir.
Til minnis
Textíl-garn ca 60 grömm
Litur Robins Egg
Hringprjónar nr 4
Smá athygli og þolinmæði í byrjun
Þetta er akkúrat sjalið sem ég er búin að vera að leita að - sá það í garnbúðinni í Hafnarfirðinum fyrir nokkru - getur það ekki passað? Hvað er það ca sítt? Ótrúlega lítið garn sem þarf í það!
SvaraEyðaÉg þarf að tékka á garnbúðinni :-)
SvaraEyðaSjalið er rúmlega 50 cm sítt (52-54 cm).
Það ótrúlega gaman að prjóna það