Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

mánudagur, 22. nóvember 2010

Trefill eða sjal...


...kragi eða strokkur?

Ég veit bara alls ekki hvað ég á að kalla svona háls..umbúnað - kannski hólk?

En ég átti smávegis af ljósgrænu Textíl-garni og svo tæplega eina ljósbláa dokku af einbandi. (Ótrúlegt hvað ég er nýtin).

Prjónar númer 5, uppskrift og nokkur kvöld sem ekki eru frátekin í annað.

Prjónað eftir uppskrift þar til rétt áður en garnið klárast (minn kragi/hólkur er styttri en er í uppskrift).

Tilbúið.

Til minnis

Textíl-garn ca 40 gr
Litur: ljósgrænn
Einband: ljósblátt - ca 50 gr
Prjónað úr tvöföldu garni (einn þráður Textil-garn og einn þráður einband).
Prjónar nr 5
Uppskrift: Fresco Basket Whip Cowl

Engin ummæli:

Skrifa ummæli