Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

fimmtudagur, 25. nóvember 2010

Hvítur trefill

Aftur fæ ég tækifæri til að sýna myndarskapinn á vinnufélögum mínum.

Hér er verk annarrar samstarfskonu - hvít útgáfa af dökkgráa treflinum.

Trefilinn prjónar hún til skiptis úr einföldu og tvöföldu garni.

Glæsilegt.

Til minnis:

Textíl-garn ca 90 gr
Litur: White
Hringprjónar nr. 4,5 og 6

Fitjið upp 220 lykkjur með tvöföldu garni á prjóna nr. 6. Prjónið fyrstu umferð (hring) slétt prjón og næstu umferð (hring) eina lykkju slétta og eina brugðna. Endurtakið þessar tvær umferðir fimm sinnum - samtals 10 umferðir (stroffprjón).

Skiptið yfir á prjóna nr. 4,5 og prjónið 5 umferðir slétt prjón með einföldu garni.

Prjónið því næst 10 umferðir stroffprjón (tvöfalt garn), svo 5 umferðr slétt prjón (einfalt garn) og að lokum 10 umferðir stroffprjón (tvöfalt garn).

Fellið laust af.
Þvoið trefilinn úr volgu vatni og sápu. Kreistið vatnið úr, frekar en vindið. Lagið trefilinn til (sléttið) og þurrkið t.d. á handklæði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli