
Ég er búin að þvo hana og festa á tölur.
(Ég átti reyndar bara 4 tölur - reyni að redda einni í viðbót á mánudag)
Mátuð.
Úbbs ég feilreiknaði eitthvað stærðina.
En hún passar systur minni fullkomlega.
Henni finnst það ekki slæmt.
Til minnis:
Munstur: Amelia á Knitty
Peysan er prjónuð í stærð XS en lengd í stærð L.
Textíl -garn 260gr
Litur: Denim
Prjónað úr tvöföldu garni, hringprjónar nr. 5.
Einföld og fljótprjónuð peysa.
Mér finnst þessi æði líka - og ég væri ekkert að setja á hana fleiri tölur - það er flott að hafa þær bara rétt svona efst ;o)
SvaraEyðaTakk fyrir það Kristín
SvaraEyða