Hún Unnur prjónaði þennan nærbol á litla barnabarnið sitt, í stærðinni 'rétt nýfætt'.
Bolurinn er með fallegu berustykki, með einföldu gatamunstri og er afskaplega fljótprjónaður.
Og í hann fer aðeins um hálf dokka af SuperSoft Textíl-garni.
Stroffprjón, eins og er í bolnum, er afar praktískt í barnaföt því þá er eins flíkurnar stækki með barninu.
Það sést kannski ekki nógu vel á myndinni að í bolnum eru tveir bleikir litir - aðalliturinn er millibleikur og kringingin í hálsmáli og í handvegi er í fölbleikum lit.
Til minnis:
Uppskrift af nærbol
Stærð: 0-3 mánaða
Textil-garn SuperSoft: 25 gr Allium og nokkrir metrar af Alpine Rose.
Hringprjónar nr: 3,5
Heklunál nr.3
Engin ummæli:
Skrifa ummæli