Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

sunnudagur, 6. mars 2011

Ný sending


Í vikunni fékk ég nýja sendingu af garni, sem nú er búið að vinda í dokkur.

Ég á því nóg til af svörtu, gráu og hvítu...
..ja í bili að minnsta kosti.



Af brúnu litunum fékk ég Coffee (vonandi kemur Tobacco næst) og svo
splunkunýjan ofsalega fallegan kanilbrúnan lit sem heitir Cinnamon.
Mér líst ægilega vel á hann.


Sterkbleiki (Peony) liturinn er loksins til aftur sem og sá blágræni (Robins Egg).


Ég er að prufa mig áfram með ljósa liti og er spennt að heyra hvað
ykkur finnst um nýja Almond litinn.


Því miður fékk ég ekki litina Aubergine, Saffron, Ember, Cloudberry og Red Clover. En á von á að þeir komi með næstu sendingu.

2 ummæli:

  1. sæl Anna, og takk fyrir frábært kvöld. nú ertu komin inn á blogglistann hjá mér svo ég mun fylgjast með hvað er að gerast hjá þér.
    kv.Fríða

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir það Fríða - það var mjög skemmtilegt að fá ykkur í heimsókn - og ég þakka fyrir mig.
    Og ég fylgist með þinni síðu áfram - því þú ert búin að vera á mínum blogglista í dálítinn tíma kv. Anna

    SvaraEyða