
Ahh þá er loksins komið páskafrí.
Frí í heila 10 daga.
Og planið er að gera ekki neitt.
Alls ekkert...
... nema koma sér vel fyrir í sófanum og lesa fullt af krimmum
...og kannski klára vettlingana sem ég er búin að vera að prjóna og rekja upp til skiptis í nærri tvær vikur
... já og halda áfram með sjalið - ...og fjólubláu síðu peysuna - og finna út úr því hvort sú ljósgráa er algjört klúður
... og svo er smotterí sem ég er að sauma
... og vinda meira garn - við erum bara búin að vinna helminginn af nýju sendingunni.
Úbbs ég var nærri búin að gleyma að segja frá því að það er komin ný garnsending - og eins og áður get ég ekki hamið mig og er búin að bæta við fleiri litum.
... já og svo þarf að mála íbúðina en vorverk í garðinum frestast vegna snjókomu
... og uppfæra síðuna - ekki gleyma því - ég er með myndavélina fulla af afrekum myndarlegra kvenna í kringum mig - meira um það á morgun
Engin ummæli:
Skrifa ummæli