Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

fimmtudagur, 24. nóvember 2011

Þæfðir vettlingar


 Eftir ótrúlega milt og gott haust er aðeins farið að kólna og í morgun var hvít jörð þegar ég vaknaði.

 Og auðvitað var ískalt að skafa af bílrúðunum...
.... nema fyrir þá sem eiga þykka og mjúka þæfða vettlinga.


Þæfingin gerir vettlingana (eða annað sem þæft er) þéttari og þar með hlýrri og sterkari.

 Við þæfinguna minnka vettlingarnir - og í sumum tilfellum allt of mikið - (ekki spyrja hvernig ég veit það)
 þannig að gera þarf ráð fyrir því þegar prjónað er. 

Mín reynsla er að því lausar sem prjónað er - (það er því stærri prjónar sem eru notaðir miðað við grófleika garns) - því meiri þæfing. 

 Hægt er að þæfa vettlingana í höndum (þá þarf heitt vatn og sápu - og  svo er bara að nudda og nudda), en einnig er hægt að þæfa í þvottavél.  Þá er betra að fara hægt í sakirnar, og finna hvernig vélin vinnur og byrja á stuttu 40° prógrammi.

 Eftir þæfinguna er svo tilvalið að æfa sig í útsaumi og láta listrænu hæfileikana njóta sín.

Til minnis:
Uppskrift af vettlingum

Textil-garn SuperSoft ca 50 gr í vettlingapar (ath. sumir nota aðeins meira)
5 sokkaprjónar nr. 5,5

Fitjað er  upp 32 lykkjur (úlnliður), og aukið í 36 á hendi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli