Textílgarn: SuperSoft er úr 100% ull. Í því er spunaolía sem fer úr við þvott og skilur garnið eftir sérlega mjúkt. Handþvoið. Í 50 gr dokku eru 287 m. Garnið er til sölu í 50 gramma dokkum á 600 krónur. Önnugarn er úr 55% merinoull og 45% bómull. Í 50 gr dokku eru 350 m sem kosta 750 kr. Handþvoið.
Hafið samband við Önnu á netfanginu annabsv hjá gmail.com

mánudagur, 14. nóvember 2011

Hálskragi úr Bændablaðinu

Vissuð þið að í Bændablaðinu er að finna bæði handavinnu- og mataruppskriftir?
Og að það er hægt að nálgast blaðið á netinu?

Ójá.

Í marshefti Bændablaðsins er þessi líka flotta uppskrift af hálskraga á blaðsíðu 35.
(Og ef ykkur vantar eitthvað gott að maula með prjónaskapnum þá mæli ég  með hrökkbrauðsuppskriftinni á bls. 34).

Hún vinkona mín prjónaði þessa hálskraga í vor - hún prjónaði tvo - eða tvær útgáfur öllu heldur.

Annar, þessi svarti, er prjónaður úr tvöföldu Textíl-garni á prjóna númer 5, en sá appelsínuguli, er prjónaður á prjóna nr. 3,5 og þá er garnið haft einfalt.

'Aldeilis þægileg uppskrift' segir hún.' Og fljótleg'.

'Tilvalið í jólapakkann' segi ég.



Til minnis:
Uppskrift: Hlýr og töff hálskragi  (bls. 35)
Svartur kragi: ca 85 gr. Textil-garn SuperSoft, litur Black
Hringprjónar nr. 5
Prjónað úr tvöföldu garni.

Appelsínugulur kragi: ca 45 gr. Textil-garn SuperSoft, litur Burnt Orange
Hringprjónar nr. 3,5
Prjónað úr einföldu garni. Ein tala.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli