
Hann er ótrúlega fljótprjónaður en mér fannst ég rétt vera búin að fitja upp þegar hann var tilbúinn. Og í hann fóru aðeins um 50 grömm af garni.
Kosturinn við svona flík er að hún vex með barninu - er kjóll í upphafi en svo má nota hann sem vesti þegar barnið stækkar.
Fyrir strákana má svo nota sama munstur til að gera vesti/nærbol en sleppa þá útaukningu á bolnum.
Mín reynsla er að bolir og vesti úr fínu ullargarni eru mikið notuð enda létt, þægileg og afskaplega hlý

Kjóll litlu systur uppskrift
Prjónað úr einföldu Textíl-garni, litur Peony (bleikur)
Prjónar nr. 3
Í minnstu stærð fara uþb 50 gr.